Staðlaráð

Mynd sem fylgir ÍST ISO 26000:2010 (íslensk þýðing)
IS: Leiðbeiningar um samfélagslega ábyrgð
EN: Guidance on social responsibility

ÍST ISO 26000:2010 (íslensk þýðing)

Þessi alþjóðastaðall veitir leiðbeiningar fyrir allar gerðir fyrirtækja, óháð stærð þeirra eða staðsetningu, um: a) hugtök, orð og skýringar sem tengjast samfélagslegri ábyrgð, b) bakgrunn, leitni og einkenni samfélagslegrar ábyrgðar, c) meginreglur og starfshætti sem varða samfélagslega ábyrgð, d)meginviðfangsefni og málefni samfélagslegrar ábyrgðar, e) samþættingu, innleiðingu og stuðning við samfélagslega ábyrga hegðun um allt fyrirtækið og, með stefnumörkun sinni og starfsaðferðum, innan áhrifasviðs fyrirtækisins, f) skilgreiningu og virkjun hagsmunaaðila, g) upplýsingagjöf um skuldbindingar, frammistöðu og aðrar upplýsingar sem tengjast samfélagslegri ábyrgð. Alþjóðastaðli þessum er ætlað að veita fyrirtækjum aðstoð við að stuðla að sjálfbærri þróun. Hann á að hvetja fyrirtæki til þess að ganga lengra en sem nemur lagaskyldu í ljósi þess að það er frumskylda hvers fyrirtækis að fara að lögum og hluti af samfélagsleg ábyrgð þeirra. Staðlinum er ætlað að stuðla að sameiginlegum skil
25.401 kr.
Mynd sem fylgir ÍST EN ISO 9001:2015  (íslensk þýðing)
IS: Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur
EN: Quality management systems - Requirements

ÍST EN ISO 9001:2015 (íslensk þýðing)

Í þessum alþjóðastaðli eru tilgreindar kröfur til gæðastjórnunarkerfis þegar skipulagsheild: a) þarf að sýna fram á getu sína til að bjóða að staðaldri vörur og þjónustu sem mæta kröfum viðskiptavina og viðeigandi laga og stjórnvaldsreglna, og b) miðar að því að bæta ánægju viðskiptavina með því að beita kerfinu á markvirkan hátt, þar á meðal ferlum er miða að umbótum á kerfinu og tryggingu fyrir samræmi við kröfur viðskiptavina og lögboðnar kröfur og stjórnvaldskröfur. Allar kröfur í alþjóðastaðli þessum eru almennar og hægt er að beita þeim fyrir hvaða skipulagsheild sem er, óháð tegund hennar eða stærð, eða þeim vörum og þjónustu sem hún býður upp á. ATHUGASEMD 1 Í alþjóðastaðli þessum eru hugtökin „vara“ og „þjónusta“ aðeins notuð um vöru og þjónustu sem ætluð er viðskiptavini eða sem viðskiptavinur gerir kröfu um. ATHUGASEMD 2 Lagakröfur er annað orðalag yfir lögboðnar kröfur og stjórnvaldskröfur.
17.703 kr.
Mynd sem fylgir ÍST 30:2012
IS: Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir
EN: Conditions of contract for building and works of civil engineering construction

ÍST 30:2012

Skilmálarnir gilda um útboð verka, sbr. gr. 1.2.13, og um samninga um verk er þau hafa verið boðin út. Þeir gilda einnig um samninga um verk án útboðs, eftir því sem við getur átt. Skilmálunum má beita, eftir því sem við getur átt, um útboð og samninga um smíði byggingarhluta. Þegar undirverktaki leysir af hendi hluta þess verks, sem aðalverktakinn hefur tekið að sér fyrir verkkaupa, eiga skilmálarnir á sama hátt við um samskipti aðal- og undirverktaka, nema um annað hafi verið samið milli aðal- og undirverktakans. Gildi ákvæði staðalsins um samningssamband aðal- og undirverktaka, gilda ákvæði um verkkaupa þá um aðalverktakann, en ákvæði verktaka um undirverktakann.
7.299 kr.

Engir skráðir tímar fundust.

Menu
Top