Stöðlunarverkefni utan fagstaðlaráða

Stundum háttar svo til að aðkallandi stöðlunarverkefni berast inn á borð Staðlaráðs án þess að til sé skilgreint fagstaðlaráð á því sviði. Í slíkum tilvikum skipar stjórn Staðlaráðs tækninefnd sem fer með stöðlunarvinnuna á ábyrgð stjórnar skv. reglum um þátttöku í staðlastarfi.

 

Tvö slík verkefni eru yfirstandandi nú:

 

Þýðing á ISO 45001:2018 Stjórnunarkerfi um heilbrigði og öryggi á vinnustað. Frumvarp að staðli var auglýst 19. júní 2020 og frestur til að gera athugasemdir við það rennur út 20. september. 

 

Endurskoðun jafnlaunastaðalsins ÍST 85 hefur staðið yfir frá árinu 2018. Hlé var gert á þeirri vinnu í árslok 2019 en stefnt er að því að halda henni áfram á árinu 2020.

Menu
Top