Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Fagstjórn í gæða- og umhverfismálum hefur starfað á vegum Staðlaráðs Íslands frá því í september 1991. Verksvið fagstjórnarinnar nær til gæðamála, vottunar og prófana. Hlutverk hennar felst meðal annars í að veita ráðgjöf um hvaða staðla á þessum sviðum sé vænlegt að þýða á íslensku, forgangsraða verkefnum, móta stefnu varðandi þátttöku Íslands í fjölþjóðlegu staðlasamstarfi og stuðla að framgangi stöðlunar í gæðamálum á Íslandi.
Eftir að Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO hófu að vinna að gerð umhverfisstjórnunarstaðla hefur fagstjórnin einnig sinnt því sviði hér á landi.
Umsjón með starfi fagstjórnarinnar hefur Arngrímur Blöndahl, verkefnastjóri hjá Staðlaráði Íslands.