Staða:
Gildistaka - 20.12.2013Íslenskt heiti:
Leiðbeiningar um samfélagslega ábyrgðEnskt heiti:
Guidance on social responsibilityTengdur staðall:
ISO 26000:2010Tækninefnd:
ISO/TMBGICS flokkur:
3.100Auglýst:
18.12.2013Umfang (scope):
Þessi alþjóðastaðall veitir leiðbeiningar fyrir allar gerðir fyrirtækja, óháð stærð þeirra eða staðsetningu, um: a) hugtök, orð og skýringar sem tengjast samfélagslegri ábyrgð, b) bakgrunn, leitni og einkenni samfélagslegrar ábyrgðar, c) meginreglur og starfshætti sem varða samfélagslega ábyrgð, d)meginviðfangsefni og málefni samfélagslegrar ábyrgðar, e) samþættingu, innleiðingu og stuðning við samfélagslega ábyrga hegðun um allt fyrirtækið og, með stefnumörkun sinni og starfsaðferðum, innan áhrifasviðs fyrirtækisins, f) skilgreiningu og virkjun hagsmunaaðila, g) upplýsingagjöf um skuldbindingar, frammistöðu og aðrar upplýsingar sem tengjast samfélagslegri ábyrgð. Alþjóðastaðli þessum er ætlað að veita fyrirtækjum aðstoð við að stuðla að sjálfbærri þróun. Hann á að hvetja fyrirtæki til þess að ganga lengra en sem nemur lagaskyldu í ljósi þess að það er frumskylda hvers fyrirtækis að fara að lögum og hluti af samfélagsleg ábyrgð þeirra. Staðlinum er ætlað að stuðla að sameiginlegum skilningi á samfélagslegri ábyrgð og bæta upp önnur tæki og annað framtak til samfélagslegrar ábyrgðar en ekki að koma í stað þess. Það er ráðlegt fyrir fyrirtæki að taka tillit til félagslegs, umhverfislegs, lagalegs, menningarlegs, pólitísks og skipulagslegs fjölbreytileika við notkun þessa alþjóðastaðals, svo og munar á efnahagslegum forsendum, um leið og fyrirtækið fylgi alþjóðlega viðtekinni háttsemi. Alþjóðastaðall þessi er ekki stjórnunarkerfisstaðall. Tilgangur með staðlinum er ekki sá að veita vottun, vera reglugerð eða lýsa samningsskilmálum. Hvers konar tilboð um vottun eða yfirlýsing um vottun skv. ISO 26000 væri rangfærsla á hlutverki og tilgangi þessa alþjóðastaðals og misnotkun á honum. Þar sem í alþjóðastaðli þessum eru engar kröfur gerðar, gæti slík vottun aldrei sýnt fram á samræmi við efni staðalsins. Alþjóðastaðli þessum er ætlað að veita fyrirtækjum leiðbeiningar varðandi samfélagslega ábyrgð og því má nota hann sem lið í opinberri stefnumörkun fyrirtækis. Hins vegar, með tilliti til Marakess sáttmálans, sem leiddi til tilurðar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), ber ekki að túlka staðalinn sem „alþjóðlegan staðal“, „leiðbeiningar“, eða „tilmæli“, né er honum ætlað að vera grundvöllur neins álits eða niðurstöðu þess efnis, að einhver ráðstöfun sé í samræmi við skuldbindingar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Ennfremur er staðlinum ekki ætlað að vera grundvöllur málaferla, kvartana, málsvarnar eða annarra krafna í hvers konar alþjóðlegum, innlendum eða annars konar málaferlum, né heldur er ætlast til þess að hægt sé að vísa til þess, að staðallinn sé vísbending um þróun almenns þjóðaréttar. Alþjóðastaðli þessum er ekki ætlað að koma í veg fyrir gerð þjóðarstaðla sem eru sérhæfðari, kröfuharðari, eða annarrar tegundar.