Sannreyningartól fyrir TS 236 Rafrænt reikningaferli

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Samræming á rafrænum reikningum byggist á því að aðilar séu að nota sömu útgáfu sannreyningarskráa.

Sannreyningartól á vef Staðlaráðs býður upp á prófun á rafrænum reikningi samkvæmt tækniforskrift TS 236:2018 Rafrænt reikningaferli - Innleiðing á PEPPOL BIS Billing 3.0 og ÍST EN 16931. Tækniforskriftin er gefin út af Staðlaráði Íslands.

Sannreyning á rafrænum reikningi notar sannreyningarskrár (schematrons) sem gefnar eru út af Staðlaráði Íslands. Skrárnar má nota á mismunandi prófunarsíðum eða byggja inn í skeytalausnir og þjónustur.

Sannreyningartól

Dragið XML skrá sem inniheldur dæmi um rafrænan reikning samkvæmt TS 236 inn á síðuna sem opnast. Tólið birtir villur sem mögulega eru í skjalinu.

Smelltu hér

Menu
Top