Andlitsgrímur og kröfur til þeirra

Breyting á innskráningu

Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.

Flugfarþegum víða um heim er nú skylt að bera andlitsgrímur. Það á til dæmis við um farþega Icelandair. En gríma er ekki bara gríma. Vinnustofusamþykkt um andlitsgrímur hefur verið gefin út af evrópsku staðlasamtökunum CEN með þátttöku íslenskra fulltrúa. Þar eru skilgreindar kröfur til framleiðslu andlitsgríma, prófunar, notkunar og þvottar auk þess sem gefnar eru leiðbeiningar um heimasaumaðar andlitsgrímur.

Vinnustofusamþykktina má nálgast hér 

Menu
Top