Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Í upphafi árs 2020 gaf Staðlaráð út rit sem ber heitið Staðlar og löggjöf. Ætlunin með því er að hvetja til samtals á milli Staðlaráðs og löggjafans og auka skilning á því hvers vegna og hvernig má ná árangri með því að nota staðla sem stuðning við innleiðingu stefnu og löggjafar og við framkvæmd ýmissa verkefna. Ritið hefur að geyma samantekt í stuttu máli á því hvernig staðlar verða til, hvernig þeir eru nýttir til að styðja við áform stjórnvalda, m.a. í Evrópu og mismunandi aðferðir við tilvísanir og ávinning af staðlanotkun. Ritið er aðgengilegt hér