Kæru viðskiptavinir, Vegna breytinga hjá Ísland.is þarf Staðlaráð Íslands að skipta yfir í nýtt innskráningarkerfi í vefverslun sinni. Innskráningin sjálf breytist ekki að ráði og byggir áfram á notkun rafrænna skilríkja notenda en þau fyrirtæki sem hafa gefið starfsmönnum umboð vegna reikningsviðskipta eða áskriftarsamninga þurfa að endurnýja þau umboð í nýju kerfi. Eldra kerfi verður tekið úr sambandi 1. september og því mikilvægt að ráðast í nauðsynlegar breytingar strax til að tryggja hnökralausa aðlögun og koma í veg fyrir töf á viðskiptum. Leiðbeiningar um aðgerðir má finna hér.
Þrjár mikilvægustu ástæður þess að fyrirtæki og stofnanir innleiða staðlanotkun í starfsemi sinni eru: að auka aðgengi að mörkuðum, auka gæði vöru og þjónustu og auðvelda áhættustjórnun. Þá segja 73% stjórnenda ávinning af staðlanotkun meiri en kostnaðinn við innleiðingu þeirra og 85% segja staðlanotkun leiða til trausts og öryggis meðal viðskiptavina.
Spurningum um það hverjum staðlar gagnist og hvernig, hvað menn fá út úr staðlanotkun og hvernig þeir teikna framtíðaráform sín upp með stöðlum er öllum svarað í skýrslu um rannsóknina.
The influence of standards on the Nordic Economies er aðgengileg hér.